Flugfreyjufélagið og Icelandair funda í dag: „Það er töluvert á milli aðila“ Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 13:16 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01