Innlent

Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“

Andri Eysteinsson skrifar
Borgarstjóri kynnir áætlunina klukkan 13:00.
Borgarstjóri kynnir áætlunina klukkan 13:00. Vísir/Vilhelm

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík.

Streymt verður frá fundinum hér á Vísi.

Í Græna planinu er gert ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Borgin mun leitast eftir því að tryggja að aðgerðir verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og loftslagsmarkmið borgarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.