Innlent

Lagði hald á 130 kanna­bis­plöntur í heima­húsi í Árbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Cannabis homegrown in a greenhouse
Cannabis homegrown in a greenhouse

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í vikunni kannabisræktun í heimahúsi í Árbæ í Reykjavík. Tveir voru handteknir.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hald hafi verið lagt á tæplega 130 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

„Við húsleit tók lögreglan enn fremur í sína vörslu fjármuni, sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Tveir húsráðendur voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og játaði annar þeirra aðild að málinu.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.