Mynt Wei Li reyndist ósvikin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 07:47 Wei Li reyndi að skipta myntinni í febrúar og sagðist ætla að reyna að fá myntinni skipt í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira