Innlent

Búnir að ná tökum á eldinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Suðurhluti frystihússins er mikið brunninn.
Suðurhluti frystihússins er mikið brunninn. Vísir/Tryggvi

Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, segir að verið sé að slökkva í síðustu glæðunum í rústunum sem hafa brunnið. Eldurinn geti þó alltaf blossað upp á nýjan leik.

Eldurinn var tilkynntur um klukkan fimm í morgun. Tiltækt slökkvilið á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði var kallað til aðstoðar heimamanna auk lögreglu og björgunarsveitarmanna.

„Það er enn töluverð mengun hérna í kring en það er ekki laus eldur lengur," sagði Ólafur í samtali við Vísi. „Við verðum hérna í einhverja klukkutíma áfram en það er komið í frágangsvinnu.“

Sjá einnig: Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús

Hér má glögglega sjá hve mikill eldur logaði í húsinu í morgun.Steinar Ólafsson

Miklu púðri var varið í að verja nyrsta hluta gamla frystihússins og virðist sem það hafi tekist. Þar kviknaði ekki eldur en einhverjar reykskemmdir urðu þar og sömuleiðis barst þangað mikið sót.

Ólafur segir húsið standa og það sé nokkuð heilt.

Hann segir enn fremur að tekist hafi að bjarga íshúsinu hinu megin við götuna. Eldur barst í húsið og þar kviknaði eldur í turni hússins, þar sem skrifstofurými er. Eldur barst í þakskeggið þar en hann var svo slökktur.

Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.