Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 22:18 Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna. Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna.
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira