Innlent

Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Forseti ASÍ segir engu líkara en Icelandair vilji ekki semja við flugfreyjur sem mæti mjög lausnarmiðaðar til samningaviðræðna.Stöð 2/Einar

Hvert stefnir Ísland að loknum kórónuveirufaraldrinum og hversu hratt á að greiða niður þær skuldir sem ríkissjóður hefur safnað vegna hans? Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Drífu Snædal forseta Alþýðusambandsins í Víglínuna til að svara þessum spurningum. Hún ræðir einnig framgang forstjóra Icelandair í kjaraviðræðunum við flugfreyjur, arfgreiðslur til barna eigenda Samherja og fleira.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir telur óeðlilegt að milljarða tugir gangi milli kynslóða án verulegrar skattlagningar eins og gerðist á dögunum til erfingja Samherja.Stöð 2/Einar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna ræðir einnig þessi mál í Víglínunni. En hún hefur einnig lýst undrun sinni á hvernig hugmyndir komu fram frá utanríkisráðherra um hernaðarframkvæmdir á Suðurnesjum. Þá styttist í seinni hluta stjórnarsamstarfsins sem Rósa Björk studdi ekki og spurning hvernig henni litist á að það héldi áfram að afloknum kosningum fái flokkarnir fylgi til að endurnýja það.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:35 og þátturinn birtist síðan í sjónvarpshluta Vísis fljótela að útsendingu lokinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×