Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 22:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26