Katrín óskar eftir símafundi með Trump Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/vilhelm/getty Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49
Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28
Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56