Lífið

Íslendingar bregðast við skjálftanum: „Ef þetta er ekki til að „kóróna“ allt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Grindavík með fjallið Þorbjörn í baksýn.
Grindavík með fjallið Þorbjörn í baksýn. VÍSIR/ARNAR

Jarðskjálfti upp á um fimm að stærð varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í morgun. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum og hreinlega mjög margir Íslendingar eins og sjá má á umræðunni á samfélagsmiðlum.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason biður fólk um að fara vel með sig.

„Jarðskjálfti rétt í þessu með auga fílsins í litgreiningu, fíllinn segir mér að heimspásan sé hafin. Apausalypse Now. Svarið við vánni er allsherjar pása og íhugun. Hreinar hendur og bók í einrúmi er besta vörnin. Farið vel með ykkur,“ skrifar hann á Facebook.

Gunnhildur Grétarsdóttir skrifar þetta á facebook. „Ef þetta er ekki til að "kóróna" allt. Hélt að skrifborðið mitt tækist á loft !!!“

Skjálftinn fannst alla leið í Búðardal.

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir var vel sprittuð á leiðinni upp á flugvöll.

Það eina sem vantaði uppá heimsendastemninguna.

Ekki nema níu mánuðir eftir af árinu.

Hér að neðan má sjá fleiri færslur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×