Innlent

Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Gosið í toppgígnum stóð frá 14. apríl til 23. maí 2010.
Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Gosið í toppgígnum stóð frá 14. apríl til 23. maí 2010. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var lítið hraungos á sprungu sem opnaðist á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars og stóð í rúmar þrjár vikur.

Goslok eru almennt talin 23. maí árið 2010. Þann dag flaug Ómar Ragnarsson nokkrar ferðir yfir eldstöðina og sá engin merki um gosvirkni en rætt var við Ómar í fréttum Stöðvar 2 þá um kvöldið.

Sjá hér: Gosinu lokið í bili

Fullyrða má að enginn einn atburður í sögunni hafi gert Íslands eins og frægt og Eyjafjallajökulsgosið. Nafn Íslands komst í heimsfréttirnar meira en nokkru sinni fyrr vegna þeirra gríðarlegu áhrifa sem gosaskan hafði á flugsamgöngur, einkum í norðanverðri Evrópu.

Eldgosið olli íbúum í grennd við fjallið einnig margvíslegum búsifjum, sérstaklega Eyfellingum og Mýrdælingum, og rannsóknir sýndu að margir þeirra sem bjuggu nálægt eldfjallinu glímdu við heilsufarsvanda mánuðum og jafnvel árum saman eftir gosið.

Sagan var rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 sem sýndir voru um páskana. Hægt er að nálgast þættina á stærstu efnisveitu landsins, Stöð 2 Maraþoni.

Hér má sjá kafla um eldgosið í toppgígnum.

Hér má sjá upphafskafla þáttarins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×