Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2020 19:30 Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent. Mynd/Storytel Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu í kvöld. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum en þeir eru almennar bækur, barna- og ungmennabækur, glæpasögur og skáldsögur. Lista yfir tilnefningarnar má finna hér neðar í fréttinni. Til stóð að verðlaunahátíðin yrði haldin í apríl en vegna Covid-19 var henni slegið á frest í um mánaðartíma. Á hátíðinni mun Lilja B. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpa gesti og afhenda verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka. Frú Eliza Reid mun afhenda sérstök heiðursverðlaunfyrir frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Verðlaunagripurinnsem sigurvegarar hljóta er glæsilegt glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Tilnefndar bækur fóru fyrir fagdómnefndir undir forystu Einars Kárasonar rithöfundar, Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu og Sævars Helga Bragasonar en dómnefndir höfðu það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem vandaður lestur á góðu ritverki getur bætt miklu við upplifun lesandans. Því verða ekki aðeins rithöfundar verðlaunaðir heldur einnig lesarar hljóðbókanna og meðal tilnefndra lesara í ár er fjöldi landsþekktra leikara sem ljáð hafa sögupersónum rödd sína á undangengnu ári. Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hljóta tilnefningu fyrir verk sín til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards: Barna- og ungmennabækur Nýr heimur – ævintýri Esju í borginni eftir Sverri Björnsson í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld (lang) Elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur Litlu álfarnir og flóðið mikla eftir Tove Jansson, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur og lestri Friðriks Erlingssonar Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling, í þýðingu Helgu Haraldsdóttur og lestri Jóhanns Sigurðarsonar Glæpasögur Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur í lestri Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur í lestri Írisar Tönju Flygenring Gullbúrið eftir Camillu Läckberg, í þýðingu Sigurðar Salvarssonar og lestri Þórunnar Ernu Clausen Búriðeftir Lilju Sigurðardóttur í lestri Elínar Gunnarsdóttur Þorpið eftir Ragnar Jónasson í lestri Írisar Tönju Flygenring Skáldsögur Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Svikarinn eftir Lilju Magnúsdóttur í lestri Þórunnar Ernu Clausen Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur í lestri höfundar Fjöllin eftir Söndru B. Clausen í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Almennar bækur Vertu úlfur: wargus esto eftir Héðinn Unnsteinsson í lestri Hjálmars Hjálmarssonar Á eigin skinni eftir Sölva Tryggvason í lestri höfundar Ég gefst aldrei upp eftir Borghildi Guðmundsdóttur í lestri Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Másson í lestri höfundar Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur í lestri höfundar og Þórunnar Hjartardóttur Bókmenntir Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu í kvöld. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum en þeir eru almennar bækur, barna- og ungmennabækur, glæpasögur og skáldsögur. Lista yfir tilnefningarnar má finna hér neðar í fréttinni. Til stóð að verðlaunahátíðin yrði haldin í apríl en vegna Covid-19 var henni slegið á frest í um mánaðartíma. Á hátíðinni mun Lilja B. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpa gesti og afhenda verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka. Frú Eliza Reid mun afhenda sérstök heiðursverðlaunfyrir frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Verðlaunagripurinnsem sigurvegarar hljóta er glæsilegt glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Tilnefndar bækur fóru fyrir fagdómnefndir undir forystu Einars Kárasonar rithöfundar, Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu og Sævars Helga Bragasonar en dómnefndir höfðu það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem vandaður lestur á góðu ritverki getur bætt miklu við upplifun lesandans. Því verða ekki aðeins rithöfundar verðlaunaðir heldur einnig lesarar hljóðbókanna og meðal tilnefndra lesara í ár er fjöldi landsþekktra leikara sem ljáð hafa sögupersónum rödd sína á undangengnu ári. Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hljóta tilnefningu fyrir verk sín til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards: Barna- og ungmennabækur Nýr heimur – ævintýri Esju í borginni eftir Sverri Björnsson í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld (lang) Elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur Litlu álfarnir og flóðið mikla eftir Tove Jansson, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur og lestri Friðriks Erlingssonar Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling, í þýðingu Helgu Haraldsdóttur og lestri Jóhanns Sigurðarsonar Glæpasögur Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur í lestri Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur í lestri Írisar Tönju Flygenring Gullbúrið eftir Camillu Läckberg, í þýðingu Sigurðar Salvarssonar og lestri Þórunnar Ernu Clausen Búriðeftir Lilju Sigurðardóttur í lestri Elínar Gunnarsdóttur Þorpið eftir Ragnar Jónasson í lestri Írisar Tönju Flygenring Skáldsögur Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Svikarinn eftir Lilju Magnúsdóttur í lestri Þórunnar Ernu Clausen Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur í lestri höfundar Fjöllin eftir Söndru B. Clausen í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Almennar bækur Vertu úlfur: wargus esto eftir Héðinn Unnsteinsson í lestri Hjálmars Hjálmarssonar Á eigin skinni eftir Sölva Tryggvason í lestri höfundar Ég gefst aldrei upp eftir Borghildi Guðmundsdóttur í lestri Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Másson í lestri höfundar Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur í lestri höfundar og Þórunnar Hjartardóttur
Bókmenntir Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira