Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 sem fól í sér svipað vinnuframlag og Icelandair bauð félaginu í gær og var hafnað. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands sem segir samanburðinn ómarktækan þar sem WOW hafi verið lággjaldaflugfélag.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Gylfa Magnússon hagfræðing sem segir kerfið sem hafi verið sniðið í kringum náttúruhamfaratryggingar gæti nýst vel til að mæta afleiðingum kórónuveirunnar. Þetta séu hamfarir sem bitni nú misjafnlega á fyrirtækjum með ósanngjörnum hætti. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×