Fræg í sóttkví Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 11:30 Sóttkví í tengslum við Covid-19 sjúkdóminn stendur yfir í 14 daga. myndir/aðsendar/vilhelm Um sex hundruð manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum á undangengnum 14 dögum eða hafa umgengist sjúklinga með sýkinguna, þarf að setja í sóttkví. Fram hefur komið að nokkrir þekktir einstaklingar hér á landi séu í sóttkví og má þar meðal annars nefna að Bjarni Ákason og eiginkona hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hafa verið saman í sóttkví síðustu daga. Sigurður Leifsson og Finnur Jóhannsson hafa einnig báðir verið í sóttkví með eiginkonum sínum sem hefur samt sem áður ekki stöðvað þá að komast í ketilbjöllutíma í Laugum í World Class eins og Vísir greindi frá á dögunum. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi, hefur einnig þurft að vera í sóttkví í heimahúsi síðustu daga og það sama má segja um Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Margir að spyrja af hverju ég er í sóttkví https://t.co/OSBP2krRJP— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 10, 2020 Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air og forstjóri NOVA, varð að fara í sóttkví á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni á dögunum og síðan fór athafnarmaðurinn Magnús Scheving fór í sjálfskipaða sóttkví í sumarbústað sínum við Þingvallarvatn. Þá er Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar, einnig í sóttkví þessa dagana eins og mörg hundruð Íslendingar. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið í um tíu daga í sóttkví eftir skíðaferð. Sigmar Vilhjálmsson, sem lengi var kenndur við Fabrikkuna en er í dag talsmaður svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda, er sömuleiðis í sóttkví, á þriðja degi. Hann virðist njóta lífsins eins og hægt er, tekur til hendinni í eldhúsinu og nýtur þess að vinir hans hafa fært honum bakkelsi. Þá er söngvarinn góðkunni Eyjólfur Kristjánsson í sóttkví. Eyfi sló í gegn í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur og nýtir mögulega tímann til að viðhalda sporunum sem hann lærði þar. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja og fyrrverandi Ungfrú Ísland, er í sóttkví ásamt Árna Harðarsyni eiginmanni sínum og aðstoðarforstjóra Alvogen. Þá má nefna Bjarna Thor Kristinsson óperusöngvara sem er á þriðja degi í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Sjá meira
Um sex hundruð manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum á undangengnum 14 dögum eða hafa umgengist sjúklinga með sýkinguna, þarf að setja í sóttkví. Fram hefur komið að nokkrir þekktir einstaklingar hér á landi séu í sóttkví og má þar meðal annars nefna að Bjarni Ákason og eiginkona hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hafa verið saman í sóttkví síðustu daga. Sigurður Leifsson og Finnur Jóhannsson hafa einnig báðir verið í sóttkví með eiginkonum sínum sem hefur samt sem áður ekki stöðvað þá að komast í ketilbjöllutíma í Laugum í World Class eins og Vísir greindi frá á dögunum. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi, hefur einnig þurft að vera í sóttkví í heimahúsi síðustu daga og það sama má segja um Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Margir að spyrja af hverju ég er í sóttkví https://t.co/OSBP2krRJP— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 10, 2020 Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air og forstjóri NOVA, varð að fara í sóttkví á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni á dögunum og síðan fór athafnarmaðurinn Magnús Scheving fór í sjálfskipaða sóttkví í sumarbústað sínum við Þingvallarvatn. Þá er Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar, einnig í sóttkví þessa dagana eins og mörg hundruð Íslendingar. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið í um tíu daga í sóttkví eftir skíðaferð. Sigmar Vilhjálmsson, sem lengi var kenndur við Fabrikkuna en er í dag talsmaður svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda, er sömuleiðis í sóttkví, á þriðja degi. Hann virðist njóta lífsins eins og hægt er, tekur til hendinni í eldhúsinu og nýtur þess að vinir hans hafa fært honum bakkelsi. Þá er söngvarinn góðkunni Eyjólfur Kristjánsson í sóttkví. Eyfi sló í gegn í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur og nýtir mögulega tímann til að viðhalda sporunum sem hann lærði þar. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja og fyrrverandi Ungfrú Ísland, er í sóttkví ásamt Árna Harðarsyni eiginmanni sínum og aðstoðarforstjóra Alvogen. Þá má nefna Bjarna Thor Kristinsson óperusöngvara sem er á þriðja degi í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Sjá meira