Siggi „mætti“ í ketilbjöllutíma þrátt fyrir að vera í sóttkví Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Hér má sjá hópinn syngja afmælissönginn fyrir Sigurð í Laugum. vísir/vilhelm „Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Sjá meira
„Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Sjá meira