Siggi „mætti“ í ketilbjöllutíma þrátt fyrir að vera í sóttkví Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Hér má sjá hópinn syngja afmælissönginn fyrir Sigurð í Laugum. vísir/vilhelm „Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
„Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira