Segir reykingafólk standa höllum fæti andspænis kórónuveirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 08:37 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Sjá meira
Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11
Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55