Ananasmálið tröllríður Seltjarnarnesi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2020 12:45 Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu. Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu.
Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira