„Mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst“ Hrund Þórsdóttir skrifar 10. mars 2020 14:50 Sem betur fer slapp Róbert vel í þetta sinn en mamma hans segist ekki vilja hugsa um hvað hefði getað gerst. Hinn níu ára gamli Róbert Örn Jónsson slapp með skrekkinn í gær, þegar hann festist í snjóhúsi nærri heimili sínu í Grafarholti. „Þetta er snjóhús sem krakkarnir í hverfinu höfðu búið til síðustu daga úr stórum skafli, snjóruðningi. Róbert var að leika sér í húsinu þegar hann datt með hnéð á undan sér og hné og hæll skorðuðust þannig að hann sat pikkfastur í botni snjóhússins,“ segir Birna Pálsdóttir, móðir Róberts. „Hann sat bara fastur þarna innan í kúlunni á þannig stað að það sást ekkert til hans utan frá.“ Birna segir Róbert líklega hafa verið fastan í um hálfa klukkustund. „Hann kallaði á hjálp og sem betur fer komu tvær konur þarna að. Þær náðu ekki að losa hann svo önnur þeirra hringdi í 112 og hin var svo yndisleg að bíða með honum þar til slökkviliðið kom á staðinn.“ Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fór í útkallið. Hann segir börnin hafa búið til snjóhús með göngum innan í, sem hafi verið svipuð að þvermáli og búkur Róberts. „Hann fór niður um eitt gatið með annan fótinn undir sig svo þegar hann var kominn niður í göngin festist hann og komst hvorki upp né niður. Snjórinn í skaflinum hafði harðnað svo honum gekk ekkert að losa sig,“ segir Þórir. „Við náðum að losa hann með því að moka frá honum og hann var orðinn dálítið kaldur. Hann settist í sjúkrabílinn í smástund og hlýjaði sér og svo kom mamma hans og sótti hann. Hann var dálítið stirður í fætinum en kom alheill út úr þessu.“Umrætt snjóhús um það leyti sem slökkvlið var á vettvangi. Það var svo eyðilagt síðar í gær.Kolbrún Dögg Arnardóttir„Hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar“ Birna er þakklát fyrir að ekki fór verr. „Hann var í dálitlu sjokki í gær og ég líka. Hann hafði auðvitað kallað á hjálp og grátið mikið og hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar. Það er allt í lagi með hann, sem betur fer, en mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst hefði hann verið fastur þarna lengi,“ segir Birna. „Það hafa margir haft samband við okkur og ég er mjög þakklát fyrir hvað við eigum yndislega nágranna. Þeir fóru líka strax út og brutu niður snjóhúsið eftir þetta.“ Þórir telur ekki hafa verið mikla hættu á ferðum í þetta sinn. „Auðvitað væri samt ekki gott að vera fastur úti í langan tíma. Sem betur fer gerðist þetta á fjölförnu svæði. Það er lítil hætta á að snjóhús falli saman þegar þau eru búin að blotna og harðna en því fylgir auðvitað hætta þegar svona leiksvæði eru við umferðargötur. Umferðin getur verið hættuleg í þessu samhengi, ekki síst ef snjómoksturstæki eru ennþá við vinnu,“ segir hann. Þórir segir nágrannakonu Róberts hafa beðið með honum þar til hjálpin barst. „Það er mikilvægt því við lendum alveg í að fólk hringir og tilkynnir eitthvað, en heldur svo bara áfram ferð sinni. Við lendum oft í því. Það finnst mér vont því það hjálpar okkur svo mikið að fá nánari upplýsingar um slys, til dæmis upp á hvaða bjargir þarf að senda á staðinn. Þarna getur skilið á milli lífs og dauða. Allar upplýsingar sem við fáum frá slysstað eru hjálplegar.“ Börn og uppeldi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hinn níu ára gamli Róbert Örn Jónsson slapp með skrekkinn í gær, þegar hann festist í snjóhúsi nærri heimili sínu í Grafarholti. „Þetta er snjóhús sem krakkarnir í hverfinu höfðu búið til síðustu daga úr stórum skafli, snjóruðningi. Róbert var að leika sér í húsinu þegar hann datt með hnéð á undan sér og hné og hæll skorðuðust þannig að hann sat pikkfastur í botni snjóhússins,“ segir Birna Pálsdóttir, móðir Róberts. „Hann sat bara fastur þarna innan í kúlunni á þannig stað að það sást ekkert til hans utan frá.“ Birna segir Róbert líklega hafa verið fastan í um hálfa klukkustund. „Hann kallaði á hjálp og sem betur fer komu tvær konur þarna að. Þær náðu ekki að losa hann svo önnur þeirra hringdi í 112 og hin var svo yndisleg að bíða með honum þar til slökkviliðið kom á staðinn.“ Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fór í útkallið. Hann segir börnin hafa búið til snjóhús með göngum innan í, sem hafi verið svipuð að þvermáli og búkur Róberts. „Hann fór niður um eitt gatið með annan fótinn undir sig svo þegar hann var kominn niður í göngin festist hann og komst hvorki upp né niður. Snjórinn í skaflinum hafði harðnað svo honum gekk ekkert að losa sig,“ segir Þórir. „Við náðum að losa hann með því að moka frá honum og hann var orðinn dálítið kaldur. Hann settist í sjúkrabílinn í smástund og hlýjaði sér og svo kom mamma hans og sótti hann. Hann var dálítið stirður í fætinum en kom alheill út úr þessu.“Umrætt snjóhús um það leyti sem slökkvlið var á vettvangi. Það var svo eyðilagt síðar í gær.Kolbrún Dögg Arnardóttir„Hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar“ Birna er þakklát fyrir að ekki fór verr. „Hann var í dálitlu sjokki í gær og ég líka. Hann hafði auðvitað kallað á hjálp og grátið mikið og hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar. Það er allt í lagi með hann, sem betur fer, en mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst hefði hann verið fastur þarna lengi,“ segir Birna. „Það hafa margir haft samband við okkur og ég er mjög þakklát fyrir hvað við eigum yndislega nágranna. Þeir fóru líka strax út og brutu niður snjóhúsið eftir þetta.“ Þórir telur ekki hafa verið mikla hættu á ferðum í þetta sinn. „Auðvitað væri samt ekki gott að vera fastur úti í langan tíma. Sem betur fer gerðist þetta á fjölförnu svæði. Það er lítil hætta á að snjóhús falli saman þegar þau eru búin að blotna og harðna en því fylgir auðvitað hætta þegar svona leiksvæði eru við umferðargötur. Umferðin getur verið hættuleg í þessu samhengi, ekki síst ef snjómoksturstæki eru ennþá við vinnu,“ segir hann. Þórir segir nágrannakonu Róberts hafa beðið með honum þar til hjálpin barst. „Það er mikilvægt því við lendum alveg í að fólk hringir og tilkynnir eitthvað, en heldur svo bara áfram ferð sinni. Við lendum oft í því. Það finnst mér vont því það hjálpar okkur svo mikið að fá nánari upplýsingar um slys, til dæmis upp á hvaða bjargir þarf að senda á staðinn. Þarna getur skilið á milli lífs og dauða. Allar upplýsingar sem við fáum frá slysstað eru hjálplegar.“
Börn og uppeldi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira