Um sex hundruð manns nú í sóttkví hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 13:31 Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra, í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00