Innlent

„Ekkasog og grátur örvinglaðra barna“

Jakob Bjarnar skrifar
Kári Stefánsson forstjóri hefur nú birt frumsamið ljóð um hlutskipti flóttafólks, barna sem biðja um hjálp en við í alsnægtum hendum út á eyrunum.
Kári Stefánsson forstjóri hefur nú birt frumsamið ljóð um hlutskipti flóttafólks, barna sem biðja um hjálp en við í alsnægtum hendum út á eyrunum. vísir/vilhelm

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er maður ekki einhamur. Hann hefur nú birt frumsamið ljóð á Facebooksíðu sinni þar sem hann yrkir um flóttafólk og brottrekstur barna frá Íslandi.

Kári hefur verið mjög í fréttum að undanförnu vegna tilboðs sem hann setti fram um skimun vegna kórónuveirunnar, tilboð sem hann dró svo til baka en endurskoðaði þá afstöðu sína; skimunin mun fara fram.

Meðan starfsmenn hans hjá Íslenskri erfðagreiningu undirbúa það viðamikla verkefni hefur hann hins vegar sest niður og tekið til við að yrkja. Hugur hans er hjá flóttafólki og birti hann nú fyrir stundu ljóð sem hefur fengið vængi og flýgur hratt um samfélagsmiðlana. Unnvörpum deilir fólk ljóði Kára sem hann kallar steinhjarta. Í athugasemdum talar fólk um átakanlegt ljóð. Með leyfi fundarstjóra:

Steinhjarta

Þegar ég hlusta á heiminn

er hjartað svo langt í burtu

og harmur barna sem ekkert eiga utan harminn

er alls staðar,

ekkasog

og grátur örvinglaðra barna

er framlag Íraks

til tónlistarmenningar heimsins

og hérna sitjum við

og blótum guði allsnægtar og óhófs

og hendum þeim út

á eyrunum

þessum börnum þegar þau biðja um hjálp.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×