Tveggja ára tvinnbíll fuðraði upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 16:28 Slökkviliðsmenn á Svínvetningabraut á sunnudaginn. Tvinnbíllinn í ljósum logum í bakgrunni. Róbert Daníel Jónsson Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn. Aðdragandi brunans var sá að eigandi tvinnbílsins, tveggja ára Mitsubishi Outlander, kom fólki til aðstoðar vegna bíls sem var bilaður og lagt úti í vegakanti. Ekki tókst að koma bilaða bílnum í gang. Bauðst eigandi tvinnbílsins til að skutla fólkinu en ekki kom til þess. Áður en hægt var að ferja farþega bilaða bílsins um borð í tvinnbílinn kviknaði blossi. Sigurvaldi Sigurjónsson, bóndi á Kárastöðum, ók fram á fólkið í þann mund sem kviknaði í. „Svo kem ég keyrandi að og þá kom blossi framan úr rafmagnsbílum. Það var eins og hefði verið kveikt á gastæki. Svo fuðraði þetta upp,“ segir Sigurvaldi. Aðalatriðið að enginn slasaðist Róbert Daníel Jónsson náði myndum af aðstæðum á Svínvetningabraut sem fylgja fréttinni. Eins og sést á myndunum var um mikinn eld að ræða. BlönduósRóbert Daníel Jónsson „Þau hringdu í 112 og fengu þau ráð að við ættum að forða okkur langt í burtu því mengunin frá eldinum væri svo ógeðsleg. Við gátum ekkert gert nema horfa á bílinn brenna,“ segir Sigurvaldi. Eigandi bílsins hafi verið í nokkru uppnámi til að byrja með en róast í framhaldinu. „Aðalatriðið er auðvitað að fólkið sleppi. Það er hægt að bæta hitt.“ Bílinn var tveggja ára og hefur Sigurvaldi eftir eigandanum að hann hafi verið tryggður. Óljóst hvað olli eldinum Í framhaldinu bar slökkvilið að garði og tók til við að slökkva eldinn. Þá hafði hann borist í sinu. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er óljóst af hverju kviknaði í bílnum. Fólkið er búsett á Blönduósi. Blönduós Slökkvilið Bílar Húnavatnshreppur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Bakslag í veikindi Valgeirs Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn. Aðdragandi brunans var sá að eigandi tvinnbílsins, tveggja ára Mitsubishi Outlander, kom fólki til aðstoðar vegna bíls sem var bilaður og lagt úti í vegakanti. Ekki tókst að koma bilaða bílnum í gang. Bauðst eigandi tvinnbílsins til að skutla fólkinu en ekki kom til þess. Áður en hægt var að ferja farþega bilaða bílsins um borð í tvinnbílinn kviknaði blossi. Sigurvaldi Sigurjónsson, bóndi á Kárastöðum, ók fram á fólkið í þann mund sem kviknaði í. „Svo kem ég keyrandi að og þá kom blossi framan úr rafmagnsbílum. Það var eins og hefði verið kveikt á gastæki. Svo fuðraði þetta upp,“ segir Sigurvaldi. Aðalatriðið að enginn slasaðist Róbert Daníel Jónsson náði myndum af aðstæðum á Svínvetningabraut sem fylgja fréttinni. Eins og sést á myndunum var um mikinn eld að ræða. BlönduósRóbert Daníel Jónsson „Þau hringdu í 112 og fengu þau ráð að við ættum að forða okkur langt í burtu því mengunin frá eldinum væri svo ógeðsleg. Við gátum ekkert gert nema horfa á bílinn brenna,“ segir Sigurvaldi. Eigandi bílsins hafi verið í nokkru uppnámi til að byrja með en róast í framhaldinu. „Aðalatriðið er auðvitað að fólkið sleppi. Það er hægt að bæta hitt.“ Bílinn var tveggja ára og hefur Sigurvaldi eftir eigandanum að hann hafi verið tryggður. Óljóst hvað olli eldinum Í framhaldinu bar slökkvilið að garði og tók til við að slökkva eldinn. Þá hafði hann borist í sinu. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er óljóst af hverju kviknaði í bílnum. Fólkið er búsett á Blönduósi.
Blönduós Slökkvilið Bílar Húnavatnshreppur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Bakslag í veikindi Valgeirs Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira