Lífið

Fjallið selur parhúsið í Austurkór

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt eign í Kópavoginum.
Skemmtilegt eign í Kópavoginum. Eignamyndir.is

Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson hefur sett fallegt parhús í Austurkór í Kópavogi á sölu. 

Hafþór hefur búið í húsinu í nokkur ár en hann er í sambandi með Kelsey Henson og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman.

Eignin er á einni hæð innst í botnlanga við jaðar náttúrunnar við Austurkór.

Fallegur garður með skjólgirðingu, hellum og grasi, heitum og köldum potti, útisturtu og fylgir niðurgrafið trampólín með í kaupunum.

Húsið er 150 fermetrar að stærð og eru þar þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 81,9 milljónir en fasteignamatið er 69,4 milljónir. Húsið í Austurkór var byggt árið 2014.

Hér að neðan má sjá myndir af eign Fjallsins.

Fallegur bakgarður við húsið.
Borðstofan er í opnu rými þar sem eldhús og sjónvarpshol er samliggjandi því rými
Virkilega skemmtilegt sjónvarpshol
Eldhúsið er nokkuð skemmtilegt í Austurkórnum. Eignamyndir.is
Stórt og gott hjónaherbergi.Eignamyndir.is
Glæsilegt baðherbergi.Eignamyndir.is
Aðsjálfsögðu er heimarækt hjá Hafþóri. 
Bæði heitur og kaldur pottur á svæðinu.Eignamyndir.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.