Ríkið viðurkennir brot í málum Byko- og Húsasmiðjumanna og greiðir þeim 11 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:07 Þrír mannanna sem eiga hlut að máli voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna. Dómsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna.
Dómsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira