Innlent

„Það verða gengnar fjörur í allan dag ef þörf er á“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skipverjinn var á leið til hafnar í Vopnafirði í gær.
Skipverjinn var á leið til hafnar í Vopnafirði í gær. Vísir/vilhelm

Björgunarsveitir munu nú klukkan níu halda áfram leit að skipverja sem talið er hafa fallið útbyrðis af fiskiskipi á leið til hafnar í Vopnafirði í gær.

Jón Sigurðarson sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði segir í samtali við Vísi nú á áttunda tímanum að björgunarsveitir frá Austur- og Norðurlandi taki þátt í leitinni, alls um 60 til 70 björgunarsveitarmenn.

Leitað var til myrkurs í gær og hið sama verður gert í dag ef þörf er á, að sögn Jóns. Leitarsvæðið út í fjörðinn verður stækkað frá því í gær. „En allur Vopnafjörðurinn er undir. Það verða gengnar fjörur í allan dag ef þörf er á,“ segir Jón.

Þrjú björgunarskip Landsbjargar frá Vopnafirði, Neskaupstað og Raufarhöfn verða notuð við leitina, auk báta frá björgunarsveitum. Jón segir að veður sé gott til leitar, hægviðri og bjart.

Skipverjans hefur verið saknað síðan um klukkan tvö síðdegis í gær. Kafarar hafa verið til taks við leitina og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út.


Tengdar fréttir

Leit að skipverjanum stendur enn yfir

Sveitir Landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði leita enn að skipverjanum sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar fyrr í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.