Innlent

Öryggisverðir slökktu eld í bakaríi Jóa Fel

Kjartan Kjartansson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Fjölmennt slökkvilið var sent að Holtagörðum þar sem tilkynnt var um eld í bakaríi Jóa Fel.
Fjölmennt slökkvilið var sent að Holtagörðum þar sem tilkynnt var um eld í bakaríi Jóa Fel. Vísir/Egill

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Holtagarða í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Eldur kom upp í loftræstikerfi í bakaríi Jóa Fel en öryggisvörðum tókst að slökkva hann áður en slökkvilið bar að garði.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var minniháttar eldur í bakaríinu. Ari Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn þar sem ekki hafi verið vitað um umfangið þegar tilkynningin barst.

Öryggisverðir hafi komið fyrstir á staðinn og að þeir hafi orðið varir við eld í loftræstikerfi. Þeir hafi náð að slökkva eldinn með léttvatnsslökkvitæki. Slökkvilið hafi aðeins þurft að reykræsta í framhaldinu.

Ekki virðist sem að mikið tjón hafi orðið eða að reykur hafi borist í fleiri fyrirtæki sem eru í verslunarmiðstöðinni í Holtagörðum, að sögn Ara.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Um stórt útkall var að ræða en eldurinn reyndist síðan minniháttar.Vísir/Jóhann K.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.