Lífið

Stjörnulífið: Náttfatapartý, sól og hamingja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör um helgina.
Mikið fjör um helgina.

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Birgitta Líf Björnsdóttir hélt skemmtilegt náttfatapartý á laugardagskvöldið og bauð nokkrum góðum vinkonum. 

 Sveppi hélt heljarinnar grillpartý og bauð meðal annars sínum besta vin, Eið Smára. 

Kristbjörg Jónasdóttir er komin tuttugu vikur á leið en hún og Aron Einar Gunnarsson eiga von á sínu þriðja barni. 

Kristbjörg átti einnig afmæli á dögunum og er eiginmaðurinn heldur betur stoltur af sinni.

 Manuela Ósk Harðardóttir sýndi sínum fylgjendum hvernig hamingjan lítur út.

Róbert Wessman og unnusta hans Ksenia Shakhmanova fengu að fara út með syni þeirra, Ace, út á rúntinn.

Friðrik Ómar birti góða mynd af hópnum sem kom frá í Hörpunni á laugardagskvöldið og stóð fyrir Eurovision-tónleikum. 

Sumarkvöld hjá Sunnevu Einarsdóttur.

 Eva Laufey Kjartan Hermannsdóttir varð 31 árs um helgina og hélt upp á það  með fjölskyldunni á hótel Rangá. 

Sóli Hólm fór á kostum í Hörpunni á laugardagskvöldið og mætti í sínu fínasta pússi.

 Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu skelltu sér í æfingaferð um helgina og fóru meðal annars á Langjökul. 

Fyrsti tökudagur af Eurogarðinum var um helgina en Auðunn Blöndal, Anna Svava og Steindi fara meðal annars með hlutverk. Auðunn má til að mynda ekki fara í klippingu á meðan tökum stendur, eins og sjá má. 

 Jón Jónsson gaf út sumarlag á föstudaginn. 

Áhrifavaldaparið Tanja Ýr og Egill Halldórsson skelltu sér í ferðalag um Vestfirðina.

 Elísabet Gunnars beið eftir því að sundlaugarnar opnuðu og loks er komið að þeirri stund.

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn og birti hún fallega fjölskyldumynd. 

Ástrós Traustadóttir sýndi einnig hvernig hamingjan lítur út. 

Hjónin Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir skelltu sér á Snæfellsjökul í góða veðrinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×