Innlent

Mikill eldur kom upp í bíl á Svín­vetninga­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp nærri bænum Kagaðarhóli á Svínvetningabraut, ekki langt frá Blönduósi.
Eldurinn kom upp nærri bænum Kagaðarhóli á Svínvetningabraut, ekki langt frá Blönduósi. Róbert Daníel Jónsson

Mikill eldur kom upp í bíl á við Svínvetningabraut nærri bænum Kagaðarhóli skömmu eftir klukkan 14 í dag.

Slökkviliðið á Blönduósi var kallað út vegna eldsins, en RÚV hefur eftir Ingvari Sigurðssyni slökkviliðsstjóra að út frá eldinum í bílnum hafi svo kviknað í sinu. Slökkvistarf hafi hins vegar gengið vel.

Róbert Daníel Jónsson, íbúi á Blönduósi, var á vettvangi og tók nokkrar myndir af vettvangi sem sjá má að neðan.

Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að eldurinn hafi kviknað þegar verið var að gefa öðrum bíl start. Það ku ekki vera rétt samkvæmt eiganda bílnsins.

Róbert Daníel Jónsson
Loftmyndir/map.is


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.