Innlent

Mikill eldur kom upp í bíl á Svín­vetninga­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp nærri bænum Kagaðarhóli á Svínvetningabraut, ekki langt frá Blönduósi.
Eldurinn kom upp nærri bænum Kagaðarhóli á Svínvetningabraut, ekki langt frá Blönduósi. Róbert Daníel Jónsson

Mikill eldur kom upp í bíl á við Svínvetningabraut nærri bænum Kagaðarhóli skömmu eftir klukkan 14 í dag.

Slökkviliðið á Blönduósi var kallað út vegna eldsins, en RÚV hefur eftir Ingvari Sigurðssyni slökkviliðsstjóra að út frá eldinum í bílnum hafi svo kviknað í sinu. Slökkvistarf hafi hins vegar gengið vel.

Róbert Daníel Jónsson, íbúi á Blönduósi, var á vettvangi og tók nokkrar myndir af vettvangi sem sjá má að neðan.

Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að eldurinn hafi kviknað þegar verið var að gefa öðrum bíl start. Það ku ekki vera rétt samkvæmt eiganda bílnsins.

Róbert Daníel Jónsson
Loftmyndir/map.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.