Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:07 Aðstæður voru erfiðar á Langjökli í gær. Mynd frá björgunaraðgerðum. vísir/landsbjörg Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira