Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 18:28 Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. VÍSIR/GETTY Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira