Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 18:28 Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. VÍSIR/GETTY Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira