Innlent

Talsvert slasaður eftir fall úr mikilli hæð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn féll úr nokkurri hæð. Mynd er úr safni.
Maðurinn féll úr nokkurri hæð. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Maður var fluttur töluvert slasaður á sjúkrahús eftir vinnuslys við nýbyggingu í austurborg Reykjavíkur nú skömmu fyrir klukkan fimm. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll maðurinn úr mikilli hæð.

Auk viðbúnaðs frá slökkviliðinu rannsaka lögregla og Vinnueftirlitið nú vettvang slyssins. Ekki er frekari upplýsingar að fá um slysið eða líðan mannsins að svo stöddu. Mbl greindi fyrst frá málinu.

Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag, að sögn varðstjóra. Sjúkraflutningamenn hafa sinnt tólf verkefnum tengdum kórónuveirunni og þá hafa dælubílar verið sendir í minniháttar útköll vegna elda og umferðaróhappa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×