Innlent

TF-EIR komin til Reykjavíkur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
TF-EIR á Sandskeiði.
TF-EIR á Sandskeiði. Vísir/Jói K.

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar sem festist á Sandskeiði í gær, er komin til Reykjavíkur. Vélin lenti í Reykjavík um klukkan hálf eitt. Þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu.

Þyrlunni var lent á flugvellinum við Sandskeið í varúðarskyni eftir að aðvörunarljós gaf til kynna að olíuþrýstingur á aðalsmurkerfi gírkassa vélarinnar hafði fallið niður fyrir eðlileg viðmið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×