Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. apríl 2020 10:00 Miðbær Reykjavíkur á tímum Covid-19 Vísir/Vilhelm Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur úti hlaðvarpinu Heilsuvarpið. Ragga starfar sem þjálfari og sálfræðingur og skrifar um heilsu hér á Vísi. Á dögunum ræddi hún við Helga Ómarsson en þau eru bæði búsett í Danmörku þar sem hefur verið útgöngubann. Þar ræddu þau um það hvernig hægt sé að „dúndra upp“ ónæmiskerfinu. Þetta getur eflt varnir líkamans, lagað svefn og hjálpað fólki að vera betur í stakk búið til að takast á við kórónuveiruna. Ragga segir að þó að ekki sé alveg hægt að koma í veg fyrir smit sé kannski hægt að fá mögulega vægari einkenni og styttri veikindi. „Það er aragrúi á netinu um alls konar kukl og rugl og snákaolíur, hvað þú átt að gera til þess að losa þig við þessa blessuðu kórónuveiru,“ segir Ragga. Þó að sumt að því sé saklaust þá eru líka skaðleg ráð inn á milli. „Sum ráð eru hreint og beint hættuleg.“ Ragga og Helgi eru bæði með hlaðvörp. Ragga sér um Heilsuvarpið og Helgi er með vinsælt hlaðvarp sem kallast Helgaspjallið.Instagram/Ragga Nagli Svefninn aðalatriðið Hún hvetur fólk til þess að kanna hvort upplýsingarnar sem það fylgir komi frá traustum aðilum og kanni sannleiksgildi ráðanna áður en þeim er fylgt. Minnir hún á að ekki er komin lækning eða bóluefni við veirunni og gæti verið töluverður tími í það. „Það er hægt að gera ýmislegt til að bæta hjá okkur ónæmiskerfið þannig að ef að við fáum veiruna þá erum við fljótari að hrista hana af okkur og kannski getum við verið það hraust að hún bíti ekki á okkur, maður veit ekkert hvernig hún virkar eða hvort að það sé nóg en það er ekkert að því að baktryggja sig. Það eina sem gerist er að við verðum heilbrigðari yfir höfuð.“ Ragga og Helgi ræða meðal annars um vítamín, hreyfingu, mataræði, þarmaflóruna og svefn. Bendir Ragga á að fólk sem sefur fjóra tíma á nóttu er fjórfalt líklegra til að næla sér í sýkingar, kvefpestar og inflúensu en þeir sem sofa sex tíma eða lengur. „Það fyrsta sem við gerum þegar kemur að ónæmiskerfinu er að við hugsum um svefninn, hann er bara númer eitt, tvö og átján þegar kemur að góðu ónæmiskerfi.“ Hún segir að svefninn hafi áhrif á streitu og þar með þarmaflóruna, sem er undirstaða ónæmiskerfisins. Meira um það má heyra í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Pistla Röggu Nagla á Vísi má nálgast HÉR! Hér fyrir neðan má finna nokkur góð ráð frá Röggu á tímum kórónuveiru til að minnka streitu: Eyddu orkunni í að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað. Haltu samskiptum við þá sem þú elskar Gefðu þér tíma fyrir næringarríkar máltíðir Bættu svefninn þinn. Reyndu að dimma birtuna í herberginu þínu og sleppa öllum skjátíma í tvær klukkustundir fyrir svefn. Hreyfðu þig og reyndu að svitna aðeins þrisvar til fjórum sinnum í viku Farðu daglega í gönguferð, hlustaðu til dæmis á hljóðbækur og hlaðvörp Mundu að taka tíma fyrir þig, sérstaklega ef þú ert í sóttkví með mörgum öðrum. Leggðu áherslu á hugleiðslu, öndun og þakklæti. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ragga nagli Tengdar fréttir Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur úti hlaðvarpinu Heilsuvarpið. Ragga starfar sem þjálfari og sálfræðingur og skrifar um heilsu hér á Vísi. Á dögunum ræddi hún við Helga Ómarsson en þau eru bæði búsett í Danmörku þar sem hefur verið útgöngubann. Þar ræddu þau um það hvernig hægt sé að „dúndra upp“ ónæmiskerfinu. Þetta getur eflt varnir líkamans, lagað svefn og hjálpað fólki að vera betur í stakk búið til að takast á við kórónuveiruna. Ragga segir að þó að ekki sé alveg hægt að koma í veg fyrir smit sé kannski hægt að fá mögulega vægari einkenni og styttri veikindi. „Það er aragrúi á netinu um alls konar kukl og rugl og snákaolíur, hvað þú átt að gera til þess að losa þig við þessa blessuðu kórónuveiru,“ segir Ragga. Þó að sumt að því sé saklaust þá eru líka skaðleg ráð inn á milli. „Sum ráð eru hreint og beint hættuleg.“ Ragga og Helgi eru bæði með hlaðvörp. Ragga sér um Heilsuvarpið og Helgi er með vinsælt hlaðvarp sem kallast Helgaspjallið.Instagram/Ragga Nagli Svefninn aðalatriðið Hún hvetur fólk til þess að kanna hvort upplýsingarnar sem það fylgir komi frá traustum aðilum og kanni sannleiksgildi ráðanna áður en þeim er fylgt. Minnir hún á að ekki er komin lækning eða bóluefni við veirunni og gæti verið töluverður tími í það. „Það er hægt að gera ýmislegt til að bæta hjá okkur ónæmiskerfið þannig að ef að við fáum veiruna þá erum við fljótari að hrista hana af okkur og kannski getum við verið það hraust að hún bíti ekki á okkur, maður veit ekkert hvernig hún virkar eða hvort að það sé nóg en það er ekkert að því að baktryggja sig. Það eina sem gerist er að við verðum heilbrigðari yfir höfuð.“ Ragga og Helgi ræða meðal annars um vítamín, hreyfingu, mataræði, þarmaflóruna og svefn. Bendir Ragga á að fólk sem sefur fjóra tíma á nóttu er fjórfalt líklegra til að næla sér í sýkingar, kvefpestar og inflúensu en þeir sem sofa sex tíma eða lengur. „Það fyrsta sem við gerum þegar kemur að ónæmiskerfinu er að við hugsum um svefninn, hann er bara númer eitt, tvö og átján þegar kemur að góðu ónæmiskerfi.“ Hún segir að svefninn hafi áhrif á streitu og þar með þarmaflóruna, sem er undirstaða ónæmiskerfisins. Meira um það má heyra í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Pistla Röggu Nagla á Vísi má nálgast HÉR! Hér fyrir neðan má finna nokkur góð ráð frá Röggu á tímum kórónuveiru til að minnka streitu: Eyddu orkunni í að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað. Haltu samskiptum við þá sem þú elskar Gefðu þér tíma fyrir næringarríkar máltíðir Bættu svefninn þinn. Reyndu að dimma birtuna í herberginu þínu og sleppa öllum skjátíma í tvær klukkustundir fyrir svefn. Hreyfðu þig og reyndu að svitna aðeins þrisvar til fjórum sinnum í viku Farðu daglega í gönguferð, hlustaðu til dæmis á hljóðbækur og hlaðvörp Mundu að taka tíma fyrir þig, sérstaklega ef þú ert í sóttkví með mörgum öðrum. Leggðu áherslu á hugleiðslu, öndun og þakklæti.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ragga nagli Tengdar fréttir Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira