Sport

Kemst Lynch loksins í Heiðurshöllina?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lynch er hér í leik með Broncos.
Lynch er hér í leik með Broncos. vísir/epa

NFL-deildin tilkynnti í gær um það hvaða leikmenn koma til greina í Heiðurshöllina árið 2020. John Lynch er á þessum lista í sjöunda sinn.

Lynch er núverandi framkvæmdastjóri San Francisco 49ers en spilaði með Tampa Bay Buccaneers og Denver Broncos á glæstum ferli. Biðin eftir því að komast inn í Heiðurshöllina hefur síðan verið löng.

Alan Faneca, fyrrum leikmaður Steelers, er á listanum í fimmta sinn en aðrir hafa þurft að bíða styttra.

Margir sterkir útherjar eins og Reggie Wayne og Isaac Bruce eru á listanum núna en tilkynnt verður hverjir komast inn daginn fyrir Super Bowl. Fimm verða líklega teknir inn í höllina.

Þessir geta komist í Heiðurshöll NFL-deildarinnar:

Troy Polamalu, Steelers

Reggie Wayne, Colts

LeRoy Butler, Packers

Torry Holt, Rams og Jaguars

Sam Mills, Saints og Panthers

Zach Thomas, Dolphins og Cowboys

Bryant Young, 49ers

Steve Atwater, Broncos og Jets

Tony Boselli, Jaguars

Isaac Bruce, Rams og 49ers

Alan Faneca, Steelers, Jets og Cardinals

Steve Hutchinson, Seahawks, Vikings og Titans.

Edgerrin James, Colts, Cardinals og Seahawks.

John Lynch, Buccaneers og Broncos

Richard Seymour, Patriots og Raiders.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×