Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 12:43 Jarðstrengir á keflum við gangamunnann Dýrafjarðarmegin biðu þess í gær að verða lagðir inn í göngin. Þeir munu í framtíðinni flytja raforku Mjólkárvirkjunar til byggðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Mynd/Baldvin Jónbjarnarson, Eflu. Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira