Innlent

Opna deild fyrir afeitrun barna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vinna við þróun deildarinnar hófst í fyrra og að henni kom þverfaglegur starfshópur fólks frá BUGL, Geðþjónustunni, barna- og kvennasviði, barnalæknar og hjúkrunarfræðingar frá Barnaspítalanum.
Vinna við þróun deildarinnar hófst í fyrra og að henni kom þverfaglegur starfshópur fólks frá BUGL, Geðþjónustunni, barna- og kvennasviði, barnalæknar og hjúkrunarfræðingar frá Barnaspítalanum. Vísir/Vilhelm

Landspítalinn mun opna nýja deild sem ætluð er börnum sem þurfa á afeitrun vegna fíkniefnanotkunar að halda. Deildin verður opnuð við Hringbraut í júní og verða þar tvö rými fyrir börn. Þetta er fyrsta slíka úrræðið fyrir börn yngri en 18 ára og aðstoðardeildarstjóri segir þörf á því.

Snærún Ösp Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri umræddrar deildar, segir

í samtali við Fréttablaðið að mikið hafi verið kallað eftir þessu. Það þurfi heilbrigðisstarfsfólk til að hlúa að börnum í afeitrun.

Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að nýja deildin verði á geðsviði Landspítalans og gert sé ráð fyrir að sjúklingar dvelji á deildinni í einn til þrjá sólarhringa. Deildin verður í húsnæði geðdeildarinnar við Hringbraut og er verið að breyta kaffistofum í sjúkrarými.

Vinna við þróun deildarinnar hófst í fyrra og að henni kom þverfaglegur starfshópur fólks frá BUGL, Geðþjónustunni, barna- og kvennasviði, barnalæknar og hjúkrunarfræðingar frá Barnaspítalanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.