Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira