Netþrjótar segjast hafa gómað fólk við klámáhorf Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 10:08 Unsplash/Philipp Katzenberger Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkuð af tilkynningum um að fólk hafi fengið ógnandi og grófa pósta þar sem reynt sé að kúga fé úr fólki. Sá sem póstana sendir þykist hafa brotið sér leið inn í tölvur viðtakanda og að hann hafi náð myndefni af þeim að skoða klámsíður. Þeir sem póstana senda krefjast þess að fá greiðslu í Bitcoin eða annari rafmynt. Annars verði myndefnið birt á netinu. Það sem gerir þessa pósta sérstaklega ógnandi er að þrjótarnir segjast hafa leyniorð viðkomandi. Póstinum fylgir oft lykilorð sem fólkið sem fær póstinn hefur notað. Lögreglan ítrekar þó að hótunin sé innantóm. Enginn hafi tekið yfir tölvu fólks. „Lykilorðið hafa þeir líklega fengið af því þeir hafa komist inn á vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir þó að sé enn verið að nota viðkomandi lykilorð sé gott að breyta því. Þá eigi ekki að senda peninga til þeirra sem senda póstana. Lesendur geta séð hvort netföng þeirra eða lykilorð hafi lekið með því að fletta upp netföngum þeirra á síðunni Have I Been Pwned? Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkuð af tilkynningum um að fólk hafi fengið ógnandi og grófa pósta þar sem reynt sé að kúga fé úr fólki. Sá sem póstana sendir þykist hafa brotið sér leið inn í tölvur viðtakanda og að hann hafi náð myndefni af þeim að skoða klámsíður. Þeir sem póstana senda krefjast þess að fá greiðslu í Bitcoin eða annari rafmynt. Annars verði myndefnið birt á netinu. Það sem gerir þessa pósta sérstaklega ógnandi er að þrjótarnir segjast hafa leyniorð viðkomandi. Póstinum fylgir oft lykilorð sem fólkið sem fær póstinn hefur notað. Lögreglan ítrekar þó að hótunin sé innantóm. Enginn hafi tekið yfir tölvu fólks. „Lykilorðið hafa þeir líklega fengið af því þeir hafa komist inn á vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir þó að sé enn verið að nota viðkomandi lykilorð sé gott að breyta því. Þá eigi ekki að senda peninga til þeirra sem senda póstana. Lesendur geta séð hvort netföng þeirra eða lykilorð hafi lekið með því að fletta upp netföngum þeirra á síðunni Have I Been Pwned?
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira