Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 08:56 Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995. Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995.
Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira