Innlent

Réðust á karl­mann á sjö­tugs­aldri sem var úti að ganga með hundinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir ákveðna menn grunaða um árásina. 
Lögregla segir ákveðna menn grunaða um árásina.  Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út skömmu eftir klukkan 22 í gærkvöldi þar sem tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 105.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að nokkrir ungir menn hafi þar ráðist á karlmann á sjötugsaldri sem var úti að ganga með hundinn sinn. Hlaut hann nokkra áverka og eru ákveðnir menn grunaðir um verknaðinn. Málið fer í rannsókn.

Fjórir menn réðust á húsráðanda

Í tilkynningunni segir einnig frá því að klukkan 2:40 hafi verið tilkynnt um húsbrot og líkamsárás. Hafi fjórir menn þar ráðist inn á húsráðanda með bareflum og veitt honum nokkra áverka. 

„Gerendur ófundnir en ákveðnir menn eru grunaðir. Málið fer í rannsókn,“ segir í tilkynningunni.

Slagsmál í 101

Lögregla var einnig kölluð út skömmu fyrir klukkan 23 vegna slagsmála nokkurra manna utandyra í hverfi 101. Voru þau yfirstaðin þegar lögregla kom á staðinn.

Lögregla sinnti einnig útköllum vegna heimilisofbeldismála, hávaða í heimahúsnum og svo aksturs fólks undir áhrifum. Þá var í gærkvöldi tilkynnt um að búið væri að brjóta nokkrar rúður í grunnskóla í hverfi 113. Þar verða upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×