Lánum fækkar eftir því sem kjör versna 27. febrúar 2008 08:00 Smelltu á myndina til þess að stækka. Þetta er breyttur markaður frá því sem var, það gefur augaleið," segir Jón Grétar Jónsson framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Húsakaupa. Lán til fasteignakaupa hjá bönkunum hafa aldrei verið dýrari en nú, en meðaltalsvextir á þeim eru 6,35 prósent. Þegar bankarnir buðu fyrst upp á lán til íbúðarkaupa voru þeir 4,15 prósent. Grunnvextir á lánakjörum hafa því versnað um 35 prósent en í ofanálag bætist verðbólga sem hefur verið mikil undanfarin ár. Hún mælist nú 6,8 prósent. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið háir lengi og eru nú 13,75 prósent. Þeir hafa haft áhrif til hækkunar á lán bankanna en Íbúðalánasjóður hefur getað haldið vöxtum í lægri kantinum, vegna ríkisábyrgðar. Þetta hafa ýmsir innan viðskiptalífsins gagnrýnt harðlega. Þannig sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis, í viðtali við Fréttablaðið að Íbúðalánasjóður ynni augljóslega gegn Seðlabankanum sem gerði efnahagsstjórn erfiðari og útilokaði sanngjarna samkeppni á íbúðalánamarkaði. Jón Grétar Jónsson segir viðbúið að miklar breytingar séu í vændum á fasteignamarkaðnum. Bæði hvað varðar þróun fasteignaverðs og einnig innan fasteignasalastéttarinnar. „Fasteignasölur hafa sprottið upp í góðærinu eins og margt annað. Þær eru ansi margar og það er viðbúið að þeim fækki ef ástandið verður áfram eins og það er." Um 260 manns starfa við fasteignasölu á landinu, ýmist í fullu starfi eða að hluta. Í febrúar hefur verið gengið frá 297 kaupsamningum sem gerir rúmlega einn samning á hvern starfandi fasteignasala í landinu. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir augljóst að horfur á fasteignamarkaðnum séu að taka breytingum. „Það er nánast búið að loka fyrir lán hjá bönkunum. Því finna allir fyrir, því fólk hefur jafn mikinn hug á því að kaupa húsnæði núna eins og áður," segir Grétar. Hann segir fasteignasala finna fyrir miklum áhuga hjá kaupendum. „Stjórnvöld hafa kynnt breytingar, meðal annars afnám stimpilgjalds við kaup á fyrstu íbúð, sem geta skipt miklu máli fyrir stóran hóp. Vonandi verður þeim hugmyndum hrint í framkvæmd sem fyrst." Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Þetta er breyttur markaður frá því sem var, það gefur augaleið," segir Jón Grétar Jónsson framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Húsakaupa. Lán til fasteignakaupa hjá bönkunum hafa aldrei verið dýrari en nú, en meðaltalsvextir á þeim eru 6,35 prósent. Þegar bankarnir buðu fyrst upp á lán til íbúðarkaupa voru þeir 4,15 prósent. Grunnvextir á lánakjörum hafa því versnað um 35 prósent en í ofanálag bætist verðbólga sem hefur verið mikil undanfarin ár. Hún mælist nú 6,8 prósent. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið háir lengi og eru nú 13,75 prósent. Þeir hafa haft áhrif til hækkunar á lán bankanna en Íbúðalánasjóður hefur getað haldið vöxtum í lægri kantinum, vegna ríkisábyrgðar. Þetta hafa ýmsir innan viðskiptalífsins gagnrýnt harðlega. Þannig sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis, í viðtali við Fréttablaðið að Íbúðalánasjóður ynni augljóslega gegn Seðlabankanum sem gerði efnahagsstjórn erfiðari og útilokaði sanngjarna samkeppni á íbúðalánamarkaði. Jón Grétar Jónsson segir viðbúið að miklar breytingar séu í vændum á fasteignamarkaðnum. Bæði hvað varðar þróun fasteignaverðs og einnig innan fasteignasalastéttarinnar. „Fasteignasölur hafa sprottið upp í góðærinu eins og margt annað. Þær eru ansi margar og það er viðbúið að þeim fækki ef ástandið verður áfram eins og það er." Um 260 manns starfa við fasteignasölu á landinu, ýmist í fullu starfi eða að hluta. Í febrúar hefur verið gengið frá 297 kaupsamningum sem gerir rúmlega einn samning á hvern starfandi fasteignasala í landinu. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir augljóst að horfur á fasteignamarkaðnum séu að taka breytingum. „Það er nánast búið að loka fyrir lán hjá bönkunum. Því finna allir fyrir, því fólk hefur jafn mikinn hug á því að kaupa húsnæði núna eins og áður," segir Grétar. Hann segir fasteignasala finna fyrir miklum áhuga hjá kaupendum. „Stjórnvöld hafa kynnt breytingar, meðal annars afnám stimpilgjalds við kaup á fyrstu íbúð, sem geta skipt miklu máli fyrir stóran hóp. Vonandi verður þeim hugmyndum hrint í framkvæmd sem fyrst."
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira