Innlent

Fiskiskipum fækkar um 50 milli ára

Tæplega 1650 fiskiskip voru á skrá hjá Siglingastofnun við lok síðasta árs eða um fimmtíu færri en við lok árs 2006. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós.

Fjöldi vélskipa var rúmlega 830 og fækkaði þeim um 18 milli ára. Var samanlögð stærð þeirra nærri 92 þúsund brúttótonn. 64 togarar voru skráðir í landinu við árslok 2007 og fjölgaði þeim um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 74 þúsund brúttótonn.

Þá voru opnir fiskibátar tæplega 750 talsins og hafði þeim fækkað um rúmlega 30 milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×