Innlent

Minni olíuflutningar en gert var ráð fyrir

Ekki er talið útlit fyrir að olíuflutningar við landið aukist mikið, þvert á spár undanfarinna ára.
Ekki er talið útlit fyrir að olíuflutningar við landið aukist mikið, þvert á spár undanfarinna ára.

Mun minni er flutt af olíu um íslenska lögsögu en spár gengu út frá fyrir nokkrum árum. Um er að ræða flutinga frá Norðvesturhluta Rússslands til Vesturheims, en leið flutningaskipa milli þessara heimshluta liggur óhjákvæmilega um efnahagslögsögu Íslands. Skipin sem flytja olíu við íslenskar strendur eru einnig minni en Norðmenn og Rússar ætluðu.

Frá Norðmönnum liggja fyrir upplýsingar um farm þeirra skipa sem fluttu olíuafurðir úr Barentshafi á síðasta ári. Um 70 prósent af farmi þessara skipa er þekktur og allt að 39 prósent af flutningnum er skráð hráolía, um 7 prósent milliþung olía, um 17 prósent gasolía og afgangurinn ýmsar aðrar olíuafurðir.

Einkarekin rússnesk olíufélög hafa fullan hug á að skipa út meiri olíu á norðursvæðinu og eru að vinna að því á nokkrum stöðum. Það er hinsvegar fyrirtæki í ríkiseign, Transneft, sem hefur einkaleyfi á rekstri dreifilagna fyrir olíu og það virðist lítill eða enginn áhugi hjá rússneska ríkinu fyrir lagningu dreifilagna til norðursvæðanna eins og Indiga eða Murmansksvæðisins.

Að mati Siglingastofnunar er varla útlit fyrir mikla eða skyndilega aukningu í útskipun á olíu frá Barentshafi nema stefnubreyting verði hjá stjórnvöldum í Rússlandi.

Olíuflutningar Rússa 2005 - 2007

Árið 2005 278 skip fluttu 9,6 milljónir tonna af olíuafurðum út úr Barentshafi. Megnið af þessum afurðum fór til Evrópuhafna.

Árið 2006 206 skip fluttu 10,6 milljónir tonna af olíuafurðum sömu leið. 36 þessara skipa fóru vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada.

Árið 2007 212 skip fluttu 9,6 milljónir tonna. 43 skip munu hafa farið vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×