„Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 14:00 Gurrý hefur verið einn vinsælasti einkaþjálfari landsins í mörg ár. MYND/EMILÍA ANNA „Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni. Ástin og lífið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Ein sú fegursta komin á fast Lífið Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni.
Ástin og lífið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Ein sú fegursta komin á fast Lífið Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira