Tíu hreyfingar bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 16:51 Ef allar þær hreyfingar sem bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði ná fulltrúum á þing, fjölgar flokkum á Alþingi um þrjá. Vísir Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi. Kosningar 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira