Vill vita hvort kafbátaleitarflugvélar hafi stuðlað að metári í hvalreka Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2019 12:18 Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Vísir/Vilhelm Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“ Dýr Varnarmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“
Dýr Varnarmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira