Enski boltinn

Terry: Ég vill þjálfa Chelsea þegar ég hætti að spila

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Terry.
John Terry. Nordic photos/AFP

Fyrirliðinn John Terry hjá Chelsea hefur staðfest að hann hafi hugsað sér að vera áfram tengdur fótboltanum eftir að hann hættir að spila sjálfur og geti vel hugsað sér að snúa sér að þjálfun.

Terry segir að draumurinn sé að fá tækifæri til þess að þjálfa Chelsea í framtíðinni.

„Ég er búinn að ákveða að mér langar til þess að fara út í þjálfun þegar ég hætti að spila jafnvel þó það sé mjög stressandi og krefjandi starf. Ég vill gera það vegna ástar minnar á fótbolta. Toppurinn væri náttúrulega að fá tækifæri til þess að verða knattspyrnustjóri Chelsea.

Til þess að undirbúa mig þá reyni ég að læra eins mikið og ég get af þeim knattspyrnustjórum sem ég hef haft í gegnum tíðina og það á eftir að reynast mér vel," segir Terry í viðtali við Daily Express.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×