Skrifaði undir nýjan níu milljarða samning í miðjum heimsfaraldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:00 Christian McCaffrey á fullri ferð með Carolina Panthers liðinu í leik á móti New England Patriots. EPA-EFE/JOHN CETRINO Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020 NFL Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020
NFL Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira