Bað þingmenn að byggja málflutning sinn á staðreyndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 17:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira