Innlent

Fleiri tilkynningar til barnaverndar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skrifstofur Reykjavíkurborgar í Borgartúni
Skrifstofur Reykjavíkurborgar í Borgartúni VÍSIR/DANÍEL

Barnavernd Reykjavíkur merkir fjölgun á tilkynningum til stofnunarinnar í nýliðnum marsmánuði, ekki síst frá almenningi. „Fram eftir mánuði voru tilkynningar til barnaverndar færri en venjulegt er, en síðari hluta mánaðarins jókst fjöldi þeirra umtalsvert,“ segir til útskýringar í tilkynningu frá Barnavernd Reykjavíkur. 

Samkomubann vegna kórónuveirunnar tók gildi um miðjan marsmánuð og var hert þann 24. mars. Samhliða því hefur fólk verið hvatt til að vera á varðbergi og koma ábendingum og tilkynningum beint til yfirvalda ef grunur leikur á einhvers konar vanrækslu eða ofbeldi.

Tilkynningum fjölgaði ekki síst í eftirfarandi flokkum í mars, að sögn stofnunarinnar:

11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár

·60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár 

·21 tilkynning um heimilisofbeldi, en að meðaltali berast um 18 tilkynningar um heimilisofbeldi í hverjum mánuði

·71 tilkynning þar sem barn var í yfirvofandi hættu, en þær hafa verið á bilinu 28-42 í marsmánuði undanfarin ár.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið helsti tilkynnandi til Barnaverndar Reykjavíkur í gegnum tíðina, en skólar og skólaþjónusta, ásamt velferðar- og heilbrigðisþjónustu hafa bætt sig töluvert síðastliðinn áratug, með aukningu frá 62% til 118%. Finna má frekari upplýsingar um tölfræði í starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur á vefsíðu Barnaverndar og á tölfræðivef velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.