„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 09:00 Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira