„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 09:00 Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira